Járnið

Hvað er normal að járnið í líkamanum mælist hátt ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Gildi járns í blóði miðað við aldur. Börn yngri en tveggja mánaða: 20-45 µmol/L, börn tveggja mánaða til eins árs: 6-18 µmol/L og svo einstaklingar eldri en eins árs: 9-34 µmol/L.

Járn getur hækkað við parental járngjöf, ofnotkun á járntöflum og járnofhleðlsu (Hemókrómatósis sem er ættgengur sjúkdómur). Læt fylgja með smá lesningu um járn.

Gangi þér/ykkur vel.

https://doktor.is/grein/jarn

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.