Kabbamein

Ef psa gildi er lágt er þá örugt að það er ekki neinar líkur á byrjun á krabbameini

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

PSA getur hjálpað til við að greina krabbamein í blöðruhálskirtli á fyrri stigum. Það er samt ekki öruggt að allir sem eru með hátt PSA séu með krabbamein, það eru aðrar ástæður fyrir því að PSA getur hækkað t.d. góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli eða blöðruhálskirtilsbólga. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að það getur komið fyrir að sumir menn sem eru með lágt PSA eða PSA innan marka í blóðprufu séu þó með krabbamein í blöðruhálskirtli. Það eru því fleiri þættir sem geta spilað inní niðurstöðurnar og best er að ræða það við lækninn þinn. Hér er góð grein sem er reyndar á ensku um PSA ef þú hefur áhuga.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur