ef maður er með kæfisvefn getur maður verið ofsaþreytu á daginn án skýringa?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Kæfisvefn er sjúkdómur sem einkennist af tíðum öndunartruflunum og/eða öndunarstoppum í svefni (háværar hrotur, tíð öndunarhlé, uppvaknanir, nætursviti og almennt óvær svefn). Áhrif kæfisvefns á daglegt líf koma fram í svefni sem vöku og eru helstu einkenni kæfisvefns að degi til t.d dagsyfja, einbeitingarskortur og minnistruflanir. Hægt er að fá heimilislækni til að senda beiðni um kæfisvefnsrannsókn teljir þú þig þjást af kæfisvefni. Frekari upplýsingar um kæfisvefn hér og hér.
Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur