Kaffi!

Ég var að lesa grein um koffein sem er áhugaverð og eftir lestur hennar fór ég að hugsa um koffein drykkju mína. Ég drekk mjög mikið kaffi á hverjum degi og stundum það mikið að ég fæ hausverk og stundum magaverk. Áttu einhver ráð hvernig hægt er að koma sér rólega niður með svona mikla kaffidrykkju?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Besta leiðin er að draga smám saman úr fjölda bolla á dag og stefna á hámark tvo kaffibolla á dag. Talið er að óhætt sé að innbirgða 250 mg -400 mg koffein á dag en það samsvarar 2-4 kaffibollum en það er annars einstaklingsbundið hve mikil áhrif koffein hefur á líðan. Te getur einnig innihaldið koffein og ýmsir orkudrykkir,  Einkenni þess að draga of hratt úr koffeinneyslu eru höfuðverkur,þreyta,pirringur og einbeitingaskortur.  Koffeinlaust kaffi bragðast eins og venjulegt kaffi en er án örvandi áhrifanna svo það er einnig valkostur þegar verið er að trappa niður neysluna.  Hafðu vatnsglas alltaf hjá þér eða jurtate og taktu út einn kaffibolla á dag í nokkra daga og síðan annan. Getur skammtað bolla á ákveðnum tíma t.d. kl 10,13 og 16.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,hjúkrunarfræðingur