Hvað er hægt að gera til að forðast kalíum skort ?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Skortur á kalíum er fremur óalgengur en kemur helst fram hjá fólki sem notar þvagræsandi lyf þar sem þau eyða kalíum úr líkamanum.
Almennt er hægt að fá nægilegt magn af kalíum með fjölbreyttu og vel samsettu fæði.
Kalíum er helst að finna í grænmeti, sérstaklega grænu blaðgrænmeti eins og spínati, sætum kartöflum, banönum, avokadó, mjólk og gulrótarsafa, fræjum, hnetum, og korni. Kaffi, tóbak, þvagræsilyf, sykur og áfengi hafa neikvæð áhrif á upptöku eða nýtingu kalíums.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur