Spurning:
Kjallaravandamál!!!
Ég er að enda á blæðingum og í morgun áður en ég pissaði fann ég fyrir þrýstingi og eymslum áður en ég pissaði en ekkert vont þegar ég pissaði svo. Í dag hef ég svo alltaf fundið fyrir þessu þegar ég þarf að pissa og ég er frekar aum í botninum, ég finn sérstaklega fyrir þessu þegar ég sest og þetta leiðir svolítið niður í læri. Ég hef einu sinni áður verið svona og þá líka í enda blæðinga, þetta hvarf svo aftur eftir nokkra daga. Þetta fer verulega í pirrurnar að vera svona. Hvað er þetta? Tengist þetta eitthvað blæðingunum? Er þá hægt að gera eitthvað fyrirbyggjandi?
Svar:
Þegar um svona bein vandamál er að ræða borgar sig aldrei að ráðleggja um netpóst. Best er að láta skoða sig því þó líkleg orsök sé ljós, eru nokkrir vafahlutir sem þarf að útiloka áður en lokagreining er fastsett.
Láttu því heimilislækni þinn líta á þig eða hjá sérfræðingi ef þú átt ekki HL.
gangi þér vel
Arnar Hauksson dr med.