góðan daginn langar að spurjast fyrir um kláði undir iljum lófum puttum og fingrum er verst klæjar samt mis mikið um allan líkaman takk fyrir
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það er nánast útilokað að greina sjúkdóma í húð án þess að skoða húðina og fá nánari upplýsingar um einstaklinginn. Kláði getur stafað af mörgum orsökum, t.d. ofnæmisviðbrögð, sveppasýking í húð eða bara herinlega þurrki í húð. Þú getur prufað að horfa í það hvort hafi verið einhverjar breytingar hjá þér með mataræði, ný lyf, fæðubótarefni, þvottaefni svo eitthvað sé nefnt og prufað þá að taka það út og sjá hvort einkenni minnka. Ég ráðlegg þér að ræða þetta við þinn heimilislækni sem gæti þá vísað þér áfram á húðsjúkdómalækni til frekari rannsókna. Læt fylgja með slóð á annað svar við kláða á doktor.is og svo bara almennar upplýsingar um kláða.
Gangi þér/ykkur vel.
https://doktor.is/fyrirspurn/klaoi-og-erting-i-huo
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6889
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.