Kláði

Ég er með svo mikinn kláða á hægri handlegg og á innanverðu lærinu að ég gæti klórað mig til blóðs hvað er til ráða

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að greina þessi einkenni án skoðunar því mæli ég með að þú leitir til þíns heimilislæknis og færð skoðun.  Líklegast eru þetta ónæmisviðbrögð eða óþol fyrir einhverju nýju í umhverfi þínu. Gæti verið þvottaefni, matvæli, snyrtivörur eða lyf.

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur