Kláði.

Frá hverju getur kláði stafað?

Góðan dag

Kláði getur stafa af ýmsu. Um er að ræða ertingu í húð sem getur stafað af einhverju utanaðkomandi áreiti eins og þvottaefnum, klæðnaði eða einhverju sem þú gætir hafa komist í snetringu við. Kláðinn getur líka verið svar við einhverju sem á sér stað innra með þér. Þá getur líka verið um ofnæmissvar að ræða, húðþurrkur vegna of lítillar vökvainntektar eða einhver veikindi eða efnaskipti í líkamanum. Sjaldnast er til bóta að klóra sér, það veldur yfirleitt meiri kláða og skapar versnun á kláðanum. Það að fjarlægja orsökina úr umhverfinu, drekka vel af vatni og nota feitt krem getur hjálpað. Ef kláðinn er viðvarandi og orsökin þess eðlis að erfitt er að ráða bót á vandanum er skynsamlegt að leita læknis.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur