Spurning:
Hæ, hæ. Ég er með tvær spurningar sem ég hef svolítið verið að velta fyrir mér. Önnur er sú að fyrir tæpu ári (10-11 mán.) greindist ég með klamydíu, og hafði þá haft hana í u.m.b. 4 mánuði, svo var ég að lesa að 25% af þeim sem fá þetta eru ófrjóir, mér var svoldið brugðið við þetta og fór að velta því fyrir mér hversu miklar líkur væru á því eftir þetta langan tíma, það er 4 mán. að þetta hafi skemmt eitthvað varanlega? Hitt sem hefur verið að brjótast í mér er að undanfarið hefur sá tími sem ég er á blæðingum verið að styttast. Fyrir um ári tók hann 5-6 daga en núna ekki nema 3, þetta hefur verið svona í 3 eða 4 skipti, getur verið samband á milli þess og er þetta eðlilegt? Takk fyrir
Svar:
SælÞað er ekki rétt að 25% sem fái klamydíu verði ófrjóir. Af þeim sem ganga um með ómeðhöndlaða klamydíu þá fá um 40% sýkingu upp í móðurlífið og eggjaleiðara. Sumar þeirra geta svo fengið alls konar vandamál, meðal annars orðið ófrjóar en það er þó alls ekki svona algengt. Eins og þú veist þá er klamydía gjarnan einkennalaus fram að þessu.Sért þú hins vegar meðhöndluð fljótlega (4 mánuðir eru ekki langur tími í þessu sambandi) eftir sýkingu þá verður þú ekki ófrjó af völdum sýkingarinnar. Þess vegna er svo mikilvægt að láta athuga árlega hvort að maður sé sýktur og ættir þú að fara aftir í prufu nú þegar það liðið ár.Varðandi blæðingarnar þá eru margir þættir sem hafa áhrif á blæðingalengdina, meðal annarra pillan og æfingar. Það er ólíklegt að þetta tengist sýkingunni sérstaklega þar sem þetta kemur fram ári mörgum mánuðum eftir að þú ert meðhöndluð. Þetta getur verið alveg eðlilegt og ekki til að hafa áhyggur af. Gangi þér vel(Jón Þorkell )