Klamydíusýking?

Spurning:
Ég er búinn að vera í sambandi með stelpu í 2 ár en það hefur alltaf blundað forvitni í mér í sambandi við sama kynið og núna um daginn fékk ég munnmök frá karlmanni. Nokkrum dögum síðar fór mér að svíða aðeins við þvaglát, svo ég fór í tjékk. Kom þá í ljós að ég var með klamidíu…. Er það hægt, bara við munnmök eða þarf ég að fara að ræða við konuna ?

Svar:
SællÞað er frekar sjaldgjæft að fá klamydíu við munnmök – það er þó í sjálfu sér fræðilegur möguleiki. Hitt er annað mál að klamydíusýking getur verið einkennalaus um langan tíma og ég myndi ekki draga of miklar ályktanir af því að þú fáir einkenni allt í einu á þessum tímapunkti. Þú gætir hafa verið löngu smitaður. Þú verður hins vegar að ræða við konuna um mögulegt smit þannig að hún geti leitað sér meðferðar.gangi þér vel…Forvarnarstarf læknanema