Klemdar taugar í baki

Eru komnar nýjar aðferðir til að laga klemdar taugar í baki. Heyrði um nýja aðferð í Banaríkjunum um efni sem væri sprautað á milli liða.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Til eru ýmsar aðferðir við klemmdum taugum í baki og er sú algengasta að hvíla bakið og forðast álag. Ef einkenni eru viðvarandi eða verkur mikill gæti verið þörf á fleiri en einni meðferð til að minnka bólgurnar í kringum taugina.

Meðferðir sem eru mest notaðar eru eftirfarandi:

  • NSAID lyf, svo sem Aspirín, Íbúprófen eða Naproxen
  • Steratöflur
  • Sterasprautur en þær geta minnkað bólgur og þannig gert taugunum í kring kleift að ná endurheimt
  • Sjúkraþjálfun. Hún getur hjálpað styrk og teygjanleika vöðvans
  • Spelka en hún getur veitt vöðvunum í kring ákveðna hvíld í smá tíma
  • Aðgerð, ef einkenni eru alvarleg og svara ekki hefðbundnum meðferðum.

Ég hef ekki heyrt um nýja meðferð ennþá en það má vel vera að það sé ný meðferð á leiðinni eða komin, sem eigi eftir að hjálpa fólki. Hins vegar eru sterasprautur þekktar við þessu vandamáli og geta hjálpað verulega.

Vonandi gagnaðist þetta þér

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, húkrunarfræðingur