Klór og kropp hjá tveggja ára?

Spurning:
Ég er með eina litla 2ja ára sem er svona snertisjúk í svefni og þegar hún er þreytt. Hún kroppar alltaf í alla fæðingarbletti á mér þegar ég er að svæfa hana og svo fór hún allt í einu að kroppa í sjálfa sig og kinnarnar urðu fyrir barðinu á því. Hún var með litla bólu á kinninni sem er orðin að fleiri bólum og þetta er orðið frekar ljótt s.s það blæðir stundum úr þessu. Ég er búin að setja á hana plástur til að passa að hún kroppi ekki í sig en húðin þolir ekki mikið að svoleiðis til lengdar – hún er öll rauð undan líminu. Á ég að láta hana sofa með vettlinga eða á ég að halda áfram að líma á litlu kinnarnar? Ég hef borið á hana krem AD áburð og svo bara venjulegt krem fyrir þurra húð. Er eitthvað gott ráð við þessu svo að ég geti lagað kinnarnar með áburði (hún er með þurra húð) eða klippa neglurnar á hverjum degi? Hvað er til ráða?

Svar:
Sæl.
Ég held að ekki sé annað til ráða en að klippa vel á henni neglurnar og láta hana sofa með þunna vettlina. Sýking getur komið í svona sár og ef bólur eru farnar að berast út um andlitið þarf að láta skoða hana m.t.t. sýkingar.

Með kveðju
Þórólfur Guðnason barnalæknir.