Köld böð

Ég heyri mismundani skoðanir á köldum böðum.

Hvað ætli sé hæfilegur tíminn í baðinu?

Og hvernig er best að enda böðin à heitu eða köldu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Ekki eru til nægilega margar og áreiðanlegar heimildir um kuldaböð svo hægt sé að gefa eitthvað eitt rétt svar. En talað er um tvær til fimm mínútur í 5-10 gráðum. Hvort þú farir í heitan pott á eftir hefur ekki áhrif á endurheimt líkamans eftir æfingu en hinsvegar er mælt með því að ná líkamshitanum upp í heitum potti á eftir til að koma í veg fyrir ofkælingu líkamans sem getur verið hættuleg.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur