Kólesteról

Hækkaði hjá mér kólestrólið ég hef alltaf mælt með 5 eða 6 ekki yfir 7. En ég fór í blóðprufu þá mældist hjá mér 9,4 er það hátt ? Með fyrirfram þakkir um svar. Margrét

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þegar kólesteról er mælt skiptist það í heildarkólesteról, LDL-kolesteról sem er stundum kallað „vonda kólesterólið“, HDL sem er kallað „góða kólesterólið“ og þríglyseríða. Það er eðlilegt að hafa kólesteról í 5 eða undir, viðunandi að hafa það milli 5 og 6 og svo er talað um að það sér hækkað ef það er yfir 6. Það er talið hátt kólesteról að vera með heildarkólesteról upp á 9,4 en það þarf svo að horfa í þættina innan þess og sjá samband LDL, HDL og Þríglyseríða. Við viljum alltaf hafa hátt hlutfall af HDL því það vinnur á LDL og minnkar því líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Konur eru oftar með hærra hlutfall af HDL (góða kólesterólinu), þannig að þó við séum með hátt heildarkólesteról að þá er það í lagi því að hlutfall góða kolesterólsins og hátt. Þú þarf að fá lækninn þinn til að skoða sambandið þarna á milli í blóðprufunni þinni og sjá hvernig staðan er á LDL, HDL og Þríglyseríðum. Læt fylgja með upplýsingar um Kólesteról, þar færðu betri lýsingu á kólesteróli almennt.

http://www.hjarta.is/Uploads/document/Baeklingar/Kolesterol.pdf

https://doktor.is/grein/eg-er-med-of-hatt-kolesterol-hvad-er-til-rada

Gangi þér vel

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur