Kólestról

Ég mældist nýlega með P/S Kólesteról 6.0 og P/S -HDL Kólesteról 1.9 eru þessar tölur í lagi, eða ætti ég að tala við lækni og fá lyf? ég er 73 ára.

Takk fyrir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Kólesteról er í eðli sínu frekar flókið fyrirbæri og ekki hægt að ákvarða um meðferð án þess að skoða fleiri þætti eins og lífshætti, erfðir og sjúkdómasögu. Ég bendi þér á góða grein HÉR og svo ráðlegg ég þér eindregið að ræða við þinn heimilislækni varðandi framhaldið og hvort ástæða sé til þess meðhöndla þetta eða  hvort nóg sé fylgjast með þessu og mæla aftur.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur