Kölkun á vöðvafestum

Góðan dag ,í stuttu máli er með slitgigt datt og fékk samfallsbrot verkurinn frá bakinu leiðir út í læri þar sem ég er með gerfilið og kemur í ljós að það hefur myndast kalk á vöðvafestum,ég held að það sé þrýstingur á taugar þar við þetta get ekki gengið stundum fyrir rosalegum taugaverkjum ,er eitthvað hægt að gera við þessu kalki
Takk fyrir

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Bólgueyðandi verkjalyf (eins og Íbúfen) gætu hugsanlega minnkað bólguna í kringum svæðið en það er aðeins tímabundin lausn. Hægt er að gera ýmsar æfingar sem geta aukið blóðflæði og þannig stutt að betri hreyfigetu, en best er að fá mat sjúkraþjáfara sem fer í gegnum æfingarnar með þér.

En ég ráðlegg þér að heyra í lækni til að fá viðeigandi álit og meðferð.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur