Koma hrukkukrem í veg fyrir hrukkur?

Spurning:

Sæl.

Koma hrukkukrem í veg fyrir hrukkur? Er það vísindalega sannað? Eru ódýru kremim jafn góð? Er verið að plata neytendur?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæl/sæll. Þakka þér fyrirspurnina.

Með árunum fækkar þeim próteinþráðum í undirlagi húðarinnar sem gera hana þétta og sterka (collagen) og teygjanlega (elastin). Eftir það verður hún grófari áferðar, byrjar að slappast og síga og línur/hrukkur myndast. Erfðaþáttur okkar er stór þáttur í þessu ferli. Aðrir þættir hafa einnig áhrif á öldrun húðarinnar s.s. sólarljós/ljósalampar, streita og álag, mengun, reykingar o.fl. Þetta er lögmál sjálfrar náttúrunnar sem við getum ekki komið í veg fyrir.

Hirðing húðarinnar – kvölds og morgna – er mikilvægt atriði til að viðhalda raka og mýkt hennar. Hér er ég að meina að þrífa húðina vel og bera á hana gott rakakrem. Ég held að þetta sé aðalatriðið til að reyna að viðhalda fegurð hennar. Hvort kremi sem þú notar kostar kr. 500 eða kr. 5.000 skiptir ekki meginmáli. Það er umhirðan og svo nuddið sem þú gefur sjálfri/sjálfum þér er þú berð á þig kremið. Þetta er MITT álit og reynsla. Það er einnig gott að bera á húðina krem með sólarvörn í, til að verja hana áreiti veðurfars eins og sólarljósi, kulda og mengunar í andrúmsloftinu.

Laserlækning ehf í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík býður upp á meðferð með ljós-geisla tækni sem eyðir fínum, byrjandi hrukkum með ljós-geisla tækni. Einnig eyðast æðaslit og litabreytingar í húðinni. Ör eftir bólur fá betra útlit ef til staðar eru.

Meðferðin byggist á 6 meðferðum sem gerðar eru með 3ja vikna millibili. Ferlið tekur því um 3 mánuði.

Vil ég benda á pistil minn á Doktor.is og heimasíðu Laserlækningar, þar sem nálgast má frekari upplýsingar um meðferðina auk þess sem þar er að finna myndir fyrir og eftir meðferð.

Bestu kveðjur,
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu