Kóvar og áfengi?

Spurning:
Er að taka tvær Kóvar töflur á dag, 2mg.. Má drekka ofaní þær?

Svar:
Áfengi hefur áhrif á niðurbrot warfaríns sem er virka efnið í Kóvar. Það getur valdið óstöðugri verkun lyfsins og aukinni blæðingahættu. Þú ættir því ekki að neyta áfengis meðan á Kóvar meðferð stendur nema ráðfæra þig við lækninn fyrst.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur