Er aðstandandi einstaklings sem fékk blóðtappa í hendi í september s.l. Var að velta því fyrir mér hvort hugsanleg sé að viðkomandi hafi fengið kovid án þess að hafa vitað það, sýndi engin einkenni fyrir blóðtappann. Eru þeir sem leggjast inn á spítala ekki kannaðir fyrir kovid? Með fyrirfram þökk.
Svar:
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það er um að gera að heyra í heimilislækninum og biðja um beiðni í blóðprufu til að athuga með mótefni fyrir Covid-19 ef grunur leikur á að sýking hafi átt sér stað.
Það er erfitt að segja hvort hann hafi verið með Covid-19 – en það eru til dæmi um einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19 og verið með frekar væg einkenni.
Einstaklingar eru ekki skimaðir fyrir Covid-19 fyrir innlögn nema það sé grunur um smit skv vaktstjóra Bráðamóttökunnar á Landspítalanum.
Vona að þetta hafi hjálpað þér,
Gangi þér vel
Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur