Krabbamein í eistum – spurningar

Spurning:
Mig langar að vita eftirfarandi, varðandi krabbamein í eistum:1. Hversu nákvæmlega er hægt að greina með skimun hvort um krabbamein er að ræða?2.  Hvaða aukaverkanir eru þekktar við slíka skimun?3.  Hvað kostar slík skimun?Með fyrirfram þakklæti,
Svar:
Sæl!Svar mitt er þannig:1. Í eðli sínu eru tveir möguleikar á skimun og er annar hefðbundin klínísk skoðun þar sem m.a. þreifað er á eistum og hinn ómskoðun þar sem leitað er eftir fyrirferð í eða innan eistna. Lang flest krabbamein sem greinast gefa fyrirferðaraukningu í eista eða pung, en vissulega eru þau s.k. huldumein (þreifast ekki eða sjást utan frá) í upphafi og geta þá hugsanlega sést við ómskoðun. Ætla má að flest mein gætu greinst við slíka rannsókn. Aðrar rannsóknir eru almennt talað ekki notaðar nema grunur sé um æxlisvöxt og sýnataka er ekki framkvæmd. Hópskimun eða -skoðun er ekki framkvæmd á Íslandi.2. Engar þekktar aukaverkanir eru við ofangreindar athuganir.3. Kostnaður er háður reglum og gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins/ráðuneytis og fer m.a. eftir aldri og hvort um er að ræða e-s konar afsláttarform hjá sjúklingi.Bestu kv.,Valur Þór Marteinsson