Krampalyf á meðgöngu?

Spurning:
Góðan dag.
Ég er á krampalyfinu Tegretol Retard og var að komast að því að ég er ólétt, langar vita hvaða áhrif eða hvort það hefur einhver áhrif á fóstrið. Kær kveðja.

Svar:
Þú þarft að hafa samband strax við lækninn þinn ef þú ert að nota Tegretol Retard eða önnur krampalyf á meðgöngu.
Þessi lyf eru talin geta haft óæskileg áhrif á fóstur, en kramparköst á meðgöngu eru þó talin enn varasamari.
Mikilvægt er því að ræða þetta strax við lækninn sem ráðleggur þér nánar í þessu máli. Þú skalt ekki breyta skömmtun lyfsins án samráðs við hann.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur