Þegar talað er um kransæð eða kransæðar. Hve margar eru kransæðarnar? Finn ég það einhversstaðar á netinu?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Kransæðar hafa það hlutverk að næra hjartavöðvann með súrefnisríkublóði. Þær koma úr ósæðinni og skiptast í hægri og vinstri kransæð en greinast svo í smærri greinar sem umlykja hjartavöðvann. Læt fylgja með frekara lesefni og myndir sem þú getur skoðað.
Gangi þér/ykkur vel,
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=61626
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=60775
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.