Manninum mínum er alltaf kalt ,búin að vera svona í nokkur ár 3-4 ca
Er oft í tveimur peysum inni á meðan ég er á stutt erma .
Hann er með Parkinson sjúkdóminn en er alveg sjálfbjarga .
Hann talar um að þegar honum verður kalt komi strengur upp hálsinn beggja vegna . Getur þettað verið tengt hjartanu .
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Trufluð hitastjórnun er þekkt hjá einstaklingum með Parkinson sjúkdóminn en þetta er flókin starfsemi sem enn skortir þekkingu á. Í undirstúku (hypothalamus) hefur sést hrörnun sem er talin tengjast truflun starfsemi undirstúku og eru einkennin þar t.d. óeðlileg skynjun á hita/ kulda. Hér þarf líka að útiloka aðrar sjúkdómsgreiningar eins og anemiu, skjaldkirtilsvandamál, æðaþrengsli og fleira. Hafðu samband við lækninn ykkar og fáðu hann til að skoða þessi mál með ykkur því það er efritt að meta þetta án þess að hafa frekari upplýsingar og rannsóknir með. Læt fylgja með slóð á vefsíðu þar sem farið er yfir aðrar ástæður kuldabreytinga í líkamanum.
https://www.verywellhealth.com/why-do-you-feel-cold-all-the-time-4147618
Gangi þér vel.
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur