Kvalir í náranum

Góðan daginn. Ég hef farið í 3 mjaðmaskipti vinstra megin og er 52 ára. Sú fyrsta 1998 og önnur 2004 sem tókst ekki nógu vel og sú þriðja 2017 til að laga en þá var allt tekið eins og 1998. Ég er óvinnufær og ef ég tek upp á þvi að taka stutta göngutúra þá koma meiri kvalir og síþreyta í vinstri mjöðm sem leiðir niður í tær. Þetta á líka við smá álag. Ég er orðinn drulluþreyttur á þessu og eina sem hefur slegið á slitgigtina eru morfínskyld lyf sem ég vill helst ekki taka. Ég hef stundað sjúkraþjálfun og styrkja kringum mjöðm en það virðist ekki bera þann árangur sem maður vonast eftir. Fer reglulega á Heilsustofnun sem má segja að geri mér best. Ég hef fengið innlegg í skó sem hjálpa svo ekkert til. Er bara orðinn þreyttur og er eitthvað vit í að halda áfram á 400mg af Tramadol eða nota oxynorm til að linna verki? Einhver ráð ég reyni að nota sundæfingar heit og köld böð en finn ekki árangur og þetta er mjög viðkvæmt að espa upp í nára og síþreyta með. Bkv.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Króníska langvarandi verki er oft erfitt að eiga við og eðlilega vill maður gera allt til að losna við þá. Verkjalyf er ekki gott að taka í langan tíma því á endanum myndar maður þol og þarf alltaf að auka skammtinn til að fá sömu virkni. Nú er búið að skera 3 x í sömu mjöðm og eðlilega verða einhverjar skemmdir á taugum eða taugaendum, vöðvafestum og bara umhverfinu í kringum nýja liðinn. Þú ert búinn að prufa ýmislegt til reyna að ná þér og svo sem lítið sem ég get bætt við það.  Það eru til verkjateymi á sjúkrahúsum og meðferðarstofnunum sem eru til að hjálpa fólki eins og þér að vinna þig í gegnum svona verkjavandamál. Þar er ekki bara horft á verkjastaðinn heldur einstaklinginn í heild sinni. Þú getur prufað að fá heimilislækni til að senda þig í svoleiðis teymisvinnu, einnig mætti skoða hvort að önnur verkjalyf, eins og t,d, taugaverkjalyf myndu hjálpa þér eitthvað ef það hefur ekki verið reynt. Hef líka heyrt að Naprapatar(hnykkja, nudda og teygja) hafi verið að vinna vel með erfið verkjavandamál. Vona að þetta hjálpi eitthvað, læt fylgja með 2 greinar um lagvinna verki.

Gangi þér/ykkur vel.

https://doktor.is/grein/langvarandi-verkir

http://www.bati.is/files/Documents/Kroniskirverkir.pdf

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.