Kvíðaröskun

Hvernig lýsir kvíðaröskun sér? Hvað gerist í líkamanum? Hvað kemur kvíðaröskun af stað? Er sí endurtekin kvíðaröskun algeng? Er nervous breakdown skyld kvíðaröskun?

Hvernig lýsir kvíðaröskun sér? Hvað gerist í líkamanum?  Hvað kemur
kvíðaröskun af stað? Er sí endurtekin kvíðaröskun algeng? Er nervous
breakdown skyld kvíðaröskun?

 

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við álagi og erfiðum aðstæðum í lífinu. Þessi viðbrögð hjálpa líkamanum að takast á við erfiðar aðstæður t.d. í vinnuni, við að halda ræðu, undirbúningi fyrir próf o.fl.

Kvíði að vissu marki getur því verið gagnlegur fyrir okkur. Þessi atriði eru einkennandi fyrir eðlilegan kvíða:

  • Varir yfirleitt í skamman tíma eða nokkra daga samfellt
  • Veitir aukaorku til að takast á við ákveðin verkefni eða aðstæður
  • Þegar aðstæður breytast eða verkefni lýkur þá minnkar streitan / kvíðinn  eða hverfur
  • Manneskjan nær að endurhlaða sig

 

Kvíði getur þó orðið vandamál þegar hann er orðin of mikill eða kemur  upp án röklegs samhengis og getur þá orðið hamlandi. Þá er talað um kvíðaröskun.

Nervous Breakdown er sjúklegt ástand sem getur gerst þegar kvíði og streita hefur verið viðvarandi lengi án þess að viðkomandi geti hlaðið batteríin.

Mikil og langvarandi streita eða kvíði getur verið skaðleg líkamlegri og andlegri heilsu okkar og endurtekin streitutímabil ganga nærri getu okkar til að ná jafnvægi og endurhlaða.

Það er mjög margt fróðlegt efni að finna um kvíða. Mig langar að benda þér til dæmis á þessar tvær greinar:

https://doktor.is/sjukdomur/kvidi-2

https://attavitinn.is/heilsa/hvad-er-kvidi-kvidaroskun/

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir,

hjúkrunarfræðingur.