Kviðfita

Er það rétt að kviðfita sé hættulegasta fitan?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Já það er rétt, Fjöldi rannsókna hafa sýnt að innri fita á kvið er talsvert hættulegri heldur en önnur líkamsfita, því hún tengist óeðlilegum efnaskiptum t.d. skertu sykurþoli og hækkun á slæmum blóðfitum sem svo auka líkur á sjúkdómum eins og fullorðins sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig eru þeir sem fá hærra en 30 stig á BMI skalanum í aukinni hættu fyrir þessum sjúkdómum.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.