kvíði ?

Góðan daginn

Getur kvíðakast/köst komið ef viðkomandi er búinn að vera á kvíðalyfi í rúmar 4 vikur ? Þessi köst koma alltaf á morgnana þegar viðkomandi er nývaknaður lýsa sér með miklum sviða/doða fyrir brjósti út í hendur , höfuðverkur ,svimi og ógleði.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Kvíðakast getur í rauninni komið hvenær sem er þó þú sért á kvíðalyfi. Nú veit ég ekki hvaða lyfi þú ert á, en það getur tekið mislangan tíma að virka til fulls, ef þetta er eins og þessi hefðbundnu kvíðalyf t.d. sertral.

Það er rosalega mismunandi hvernig einkenni koma í kvíðakasti, hefur þú fengið svona einkenni áður ? s.s. áður en þú byrjaðir á lyfjunum. Og hversu fljótt gengur þetta yfir ? Ef hraður hjartsláttur fylgir þessu og hröð öndun er þetta líklega kvíðakast, en alltaf á að taka þyngsli yfir brjóstkassa, sérstaklega þegar maður er með doða út í hendur alvarlega.

Nú veit ég heldur ekki aldur þinn og þína sögu, en ef þú ert ung/ur þá er þetta líklega ekkert til að hafa áhyggjur af ef þetta gengur fljótt yfir, en fylgstu samt vel með þessu og ég mæli þá með að tala við þinn heimilislækni ef þetta heldur áfram.

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur