Kvíði og þunglyndi

Góðan dag ég er búinn að berjast við kvíða og þunglyndi í svolítinn tíma er það eðlilegt að fá hjartslátt í magann þegar maður fær kvíðakast ?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina

Já, það er eðlilegt að fá hjartslátt í kvíðakasti. Að fá hjartslátt í magann er oftast bara leiðni bylgjanna/sláttarins frá hjarta og niður í maga. Einnig er stór slagæð (ósæðin) sem fer úr hjarta og niður kviðinn sem þú gætir verið að finna púlsinn frá.

Ég læt fylgja smá hluta úr grein á doktor.is um ofsakvíða

Helstu einkenni ofsakvíða.

Að minnsta kosti fjögur eftirfarandi einkenna verða að koma fram á meðan kastið varir:

  • Hraður hjartsláttur
  • Sviti
  • Skjálfti
  • Munnþurkur
  • Andþyngsli
  • Köfnunartilfinning
  • Verkir eða þyngsli fyrir brjósti
  • Ógleði eða óróleiki í maga
  • Svimi
  • Óraunveruleikatilfinning
  • Ótti við að missa stjórn á sér
  • Hita- eða kuldatilfinning
  • Ótti við að deyja

Þú getur lesið meira um Ofsakvíða hér: à https://doktor.is/sjukdomur/ofsakvidi

Vona að þetta hjálpi þér

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir Hjúkrunarfræðingur