Kviðverkir

74 ára karlmaður með verk þvert yfir kviðinn neðst sem leiðir niður á lífbeinið og verkinn leggur aftur í bak .Ástandið er verst seinni part dags og á kvöldin verður hann að liggja út af vegna sviða og verkja þetta er alltaf að versna búinn að vera svona í ca 4 ár en er núna mjög slæmur .Hvað í ósköpunum er hægt að gera ?Hann er búinn að fara til læknis og í myndatökur er ekkert kemur í ljós .Kannski ekki rétti læknirinn?

Góðan dag.

Það er ómögulegt að segja hvað þetta geti verið svona yfir netið en þetta er klárlega eitthvað sem þarf að skoða betur hjá lækni. Fyrsta stopp er alltaf heilsugæslan svo ég ráðlegg honum að panta tíma hjá heimilislækni. Hægt er að gera ýmsar fleiri rannsóknir en myndatöku sem væri hægt að skoða. Ef heimilislæknir getur ekki fundið út hvað er að þarf að leita til sérfræðings en heimilislæknir ætti að geta aðstoðað með það.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur