Spurning:
Halló… ég ætla nú bara að koma mér beint að efninu. þannig er mál með vexti að ég er svo kvíðin að það kemur niður á öllum í kringum mig, fjölskyldu,vinum,skola og vinnu. Mér líður alveg hræðilega illa í návist annars fólks og finnst allir horfa og dæma mig og ég forða mér yfirleitt undir eins. skolinn en pína ég vakna á morgnana með verk i maganum og er með allan daginn og á kvöldin er það verst því þá hugsa ég svo mikið um morgun daginn og skólan ég hreinlega get ekki meir en ég tek það fram að mér er ekkert strítt eða neitt og svoleiðis en held að þetta sé alfarið hjá mér en afhverju ég??ég er að deyja í maganum útaf verkjum og stressí. ég er viss um að þið hafið fengið fullt af svona spurningum en vitiði ég barasta höndla ekki meir mér líður hræðilega illa………..hjálp
Svar:
Sæl.
Það er leitt að heyra hvað þér líður illa. Greinilegt er að kvíðinn er farinn að hafa mikil áhrif á þitt daglega líf. Líklegast er um að ræða einhversskonar kvíða við að vera innan um annað fólk. Kvíði er það sama og ótti eða hræðsla við eitthvað sem á eftir að gerast. Þegar maður er hræddur eða óttasleginn þá vill maður forðast aðstæðurnar eða fara úr þeim. Þessi viðbrögð eru eðlileg en er þó einmitt það sem viðheldur kvíðanum. En oft þarf fólk aðstoð bæði við að sjá hvað það er nákvæmlega sem viðheldur kvíðanum, bæði hvaða hugsanir og hvaða hegðun. Ég mæli með að þú leitir til sálfræðings til að láta meta kvíðann og hvað það er sem viðheldur honum.
gangi þér vel.
Brynjar Emilsson
Sálfræðingur