Kviðslit

Fyrirspurn:


Góðan Dag. Ég er mikið búin að pæla undanfarið hvort ég sé með kviðslit í náranum. Þegar það verður mikill þrýstingur í neðra kviðarholi þá kemur svona útbúngun vinstra meginn sem ég næ að ýta aftur inn. Þetta gerist þó sjaldan,eða við vissar aðstæður, en ég get munað eftir þessu frá því ég man eftir mér. Stundum fann ég fyrir óþægindi eða smá verk þarna. Getur þetta verið hættulegt? Og versnar þetta ekki með aldur? Þarf ég að láta gera eitthvað í þessu og þá hvað get ég gert? Takk

Aldur:
22

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er ekki ósennilegt að þú sért með kviðslit samkvæmt lýsingu en ég myndi ráðleggja þér að fara til heimilislæknis og láta hann skoða þig og meta.
Inná Doktor.is er grein um kviðslit í nára og læt ég tengil fylgja hér sem þú getur lesið þér til upplýsinga.

Bestu kveðjur,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is