Kynfæri

Ég er með roða og sviða fremst á penis og svolítið upphleypt. Líka roði fremst á forhúðinni

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Roði á typpinu getur orsakast af ýmsu eins og td of  miklum núningi við sjálfsfróun, kynmök eða vegna of þröngs fatnaðaðar. Eins getur verið um sveppasýkingu eða aðra sýkingu að ræða sem þarf þá að meðhöndla með lyfjum.

Ef þig grunar að þetta sé eitthvað sem þarf að meðhöndla þarftu að heyra í heilsugæslulækni. Heilbrigðisstarfsfólk er bundið þagnarskyldu og er alvant að sjá alla líkamshluta manna og kvenna svo þú getur óhræddur leitað þér aðstoðar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur