Kynfæraáblástur

Fyrirspurn:

Getur maður smitast af kynfæraáblæstri þótt maður hafi aldrei stundað kynmök ? Ef ekki…. Er þá einhver annar kynsjúkdómur sem er með svipuð einkenni og kynfæraáblástur sem maður gæti hafa fengið ef maður er hrein mey ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 Ég set hérna með tengil á grein um kynsjúkdóma sem myndi eflaust gagnast þér að skoða

Þar stendur meðal annars:

Kynfæraáblástursveiru er að finna í sýktum sárum og sáravökvum. Veiran smitar aðallega þegar sár eða sáravökvi snertir slímhúð kynfæris, endaþarms, augna, vara eða munns bólfélagans. Smit getur einnig átt sér stað ef maður fær sýktan sáravökva á hendurnar og snertir síðan eigin slímhúð eða slímhúð annarra.

 

 

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða