Kynfæravörtur

Fyrirspurn:

Ég hef verið að lesa greinar hérna um kynfæravörtur. Það stendur að engar smitleiðir séu þekktar nema við kynmök. Ég ætla samt að spyrja hvort mögulegt sé að smitast af sturtubotni. Þannig er mál með vexti að heima hjá mer er sturtubotn sem er gerður úr sandi (eins og í worldclass) og er mjög erfitt að eiga við hann, klórum hann 1x í viku eða oftar. ég fékk hland fyrir hjartað þegar barnið mitt sat í sturtubotninum að leika sér. Geta veirur lifað á svona stað og smitað barnið.

 

svar:

Sæll

Kynfæravörtur eiga ekki að geta smitast af sturtubotninum,  það þarf snertingu við sýkta húðsvæðið til þess. Þannig að þú átt alveg að geta verið rólegur með barnið þitt.

Með kveðju

Kristín Svala Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.