Kynfæravörtur og herpes = keisari eða?

Spurning:
Góðan daginn.
Ef kona hefur einhvern tíma greinst með kynfæravörtur eða herpes og hún er ófrísk þá myndar barnið mótefni gegn því ekki satt? Má kona þá fæða barnið eðlilega eða verður það að vera keisari?

Svar:
Því miður flytjast mótefni gegn kynfæravörtum og herpes ekki yfir til fóstursins á meðgöngu (það gildir einnig um ýmsa aðra sjúkdóma) þannig að ef vörtur eða útbrot eru á kynfærum við fæðingu er mikil hætta á að smit berist í barnið. Þess vegna er mikilvægt að uppræta kynfæravörtur áður en barnið fæðist og hafi kona smitast af herpes þarf að ganga úr skugga um að ekki séu útbrot til staðar við fæðinguna. Séu útbrot til staðar eða kynfæravörtur þarf að taka barnið með keisaraskurði til að vera viss um að það smitist ekki.

Kveðja,
Dagný Zoega,ljósmóðir