Kynfæravörtur og kynfæraherpes

Fyrirspurn:

Góðan daginn,getur einhver svarað mér? Ég var að lesa um kynfæravörtur og herpes hér á síðunni og ég hef bæði fengið vörtur og herpes! ég á barn sem er 2 ára en var ekki með nein einkenni í fæðingunni!
Hvað með ef þau sáust ekki? Getur þá barnið mitt verið með þetta?
Já og eitt enn…smitast hiv eða aðrir kynsjúkdómar með munnmökum?
Kveðja,ein mjög hrædd!

Svar:

Sæl

Almennt séð er yfirleitt ekki látið fæða með virkan kynfæraherpes vegna hættu á smiti, sem kemur venjulega fram mjög fljótt. Varðandi kynfæravörtur eru þær mögulega smitandi gegnum fæðingarveg, en ef ekkert hefur bólað á þessu sl 2 ár er ekki þörf á að hafa miklar áhyggjur af þessu. Hægt er að smitast af öllum kynsjúkdómum við munnmök.

Kveðja,
Teitur Guðmundsson
Læknir