Kynfæravörtur – smitast þær af klósettum og sundstöðum

Spurning:

Sæl.

Mig langaði til að vita hvort það væri mögulegt að smitast af kynfæravörtum með því að fara í sund eða til dæmis setjast ofan á óhreint klósett?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl.

Nei það er ekki hægt að smitast af kynfæravörtum af klósettsetum, ljósabekkjum eða sundlaugavatni.

Kynfæravörtur eru veirusjúkdómur og veirur eru ekki í miklu magni á svona stöðum.

Kynfæravörtur er kynsjúkdómur af því að þær smitast langoftast við samfarir eða aðrar kynferðislegar athafnir.

Varðandi aðra sjúkdóma og klósettsetur, þá er ekki hægt að útiloka smit af kláðamaur og flatlús til dæmis í ljósabekkjum, en þetta eru þó langt frá því að vera eins erfiðar sýkingar og vörturnar.

Ef þú ert smituð af kynfæravörtum og veist ekki hvernig þú smitaðist, verður þú að átta þig á því að veiran getur legið lengi í dvala. Það geta verið þess vegna nokkur ár síðan að þú smitaðist.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi