Hæ,Ég er 41 árs kona og er búin að vera á þunglydis lyf í nokkur ár.Er búin að vera með sama manninum síðan 2011 .Samband okkar er búið að ganga upp og niður.Kynlif okkar er alveg frábært en það er bara ég sem er ekki nógu virk og verð ekki svona gröð einsog hann.Þetta er búið að vera svona siðan ég byrjaði á lyfjunum.Og núna er kýnlifsþörfin alls ekki mikil.Hann heldur að ég hafi ekki áhuga á honum lengur.Ég elska hann.Hann er ekki alltaf einsog ég vil hafa hann en ég vil ekki neinn annan.
Gæti það verið þunglyndislyfið sem gerir mig svona.Hvað get ég gert?
Kveðja B
Sæl B og takk fyrir fyrirspurnina
Það er þekkt að kynlöngun geti minnkað hjá þeim sem taka þunglyndislyf en þetta getur einmitt verið aukaverkun af nokkrum þeirra.
Aðrir þættir sem geta haft áhrif á kynlöngun eru t.d. hormónastarfsemi, líkamsímynd, þreyta og streita. Einnig getur mataræði og heilsa haft áhrif.
Ég myndi ráðleggja þér að heyra í lækninum þínum og athuga hvort það sé eitthvað annað lyf sem þú gætir tekið í staðinn sem myndi virka jafn vel fyrir þig en hefði ekki þessa aukaverkun.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur