Kynlíf eftir fæðingu

Má stunda endaþarmsmök 2 vikum eftir fæðingu?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Kynlíf stjórnast alfarið af líkamlegu ástandi  og  óskum/vilja einstaklingsins og þess vegna ekkert eitt svar til við þessarri fyrirspurn.

Hver fæðing er einstök og áhrif á líkama og sál um leið einstaklingsbundin. Ég hvet þig/ykkur til þess að fá einstaklingsbundna ráðgjöf ljósmóður  varðandi  kynlíf í kjölfar fæðingar.

Gangi þér/ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur