Kynmök eftir fæðingu?

Spurning:
Sæl.
Ég er 29 ára kona og  mig langar svo mikið til að vita hvenær kona er tilbúin líkamlega til að hefja kynmök á ný eftir fæðingu.
Eru það ca einhverjir dagar, vikur eða mánuðir? Hvenær hafa leggöngin náð sínu formi eftir fæðingu?

Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Eftir sex vikur frá barnsburði er úthreinsun venjulega lokið hjá konum og er þá konan yfirleitt tilbúin að hefja kynmök á ný. Á þeim tíma hafa leggöngin einnig náð sínu fyrra formi eftir fæðingu. Sumar eru tilbúnar fyrr og er það allt í lagi. Mikilvægt er þó að nota smokk fyrstu vikurnar vegna hættu á sýkingu. Þetta er mjög einstaklingsbundið en þú finnur það best sjálf hvenær þú ert tilbúin.

Bestu kveðjur,
Ásthildur Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.