L-carnitine

Hvað gerir það fyrir likaman

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

L-carnitine ef efni sem líkaminn framleiðir sjálfur. Það gegnir mikilvægu hlutverki í efnaskiptum líkamans og er það talið stuðla að betri nýtingu efna í líkamanum. Einnig er það talið geta tekið þátt í efnaskiptum líkamans á að minnsta kosti tvennan hátt.

  1. Sem hluti af nokkrum ensímum sem sjá um flutning á löngum fitusýrum frá umfrymi til hvatbera, en þannig getur efnið hugsanlega stuðlað að aukinni fitubrennslu.
  2. Sem hjálparefni við að viðhalda réttu hlutfalli milli acetyl CoA og CoA-efnanna. En þannig getur karnitín hugsanlega stuðlað að minni uppsöfnun mjólkursýru í líkamanum undir miklu líkamlegu erfiði.

 

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur