Lækkun á hvítum blóðkornum.

Eg greindist með hækkun á einu lifrarprófi og of litið af bæði rauðum og hvítum bloðkornum.
Er það merki um einhvern undirliggjandi sjúkdóm?

sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Lifrarpróf eru ekki gerð nema grunur sé um skerta lifrarstarfsemi, lifrarsjúkdóm eða viðkomandi sé á lyfjum sem hafa áhrif á lifrarstarfsemi. Erfitt er að segja til um niðurstöður einstaka blóðprufa sérstaklega þar sem ekki kemur fram hvaða gildi voru hækkuð í þínu tilfelli. Þú verður því að ræða það við þinn lækni hver ástæðan var fyrir blóðprufunni og hvernig túlka megi niðurstöðurnar.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur