Lágur blóðþrýstingur á 32. viku – má ég æfa?

Spurning:
Sæl Dagný.
Ég er komin 32 vikur á leið, ég var búin að vera með mjög mikinn höfuðverk í 5 daga þegar ég fór og lét mæla blóðþrýstinginn í mér (í Lyfju). Þá kom í ljós að efri mörkin höfðu fallið úr 120 niður í 99 en neðri mörkin voru þau sömu 70. Hvað skeður þegar blóðþrýstingur lækkar svona mikið? Hefur það einhver áhrif á fóstrið? Er eitthvað sem ég get gert til að fá hann aðeins upp aftur? Einhver hefur sagt mér að maður eigi ekki að stundar æfingar með svona lágan blóðþrýsting er það rétt?

Svar:
Það er mun verra fyrir móður og barn að blóðþrýstingur sé of hár en of  lágur þótt fólk finni oft meira fyrir lága þrýstingnum. Skýringin á því að blóðþrýstingurinn lækkar getur legið í lélegu vökvajafnvægi og mýkingu æðakerfisins vegna meðgönguhormóna. Lágan blóðþrýsting er oftast hægt að laga með því að drekka mikið af vatni og stunda hreyfingu. Gott er að fara í sund eða hjóla – það pumpar blóðinu vel um æðarnar og jafnar blóðþrýstinginn.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir