Langar að vita um þvagteppu.

Hef mjög lítið getað pissað í dag og mig verkjar neðst í kviðinn ofan við lífbeinið og nárana báðum megin. Búin að taka 2stk Diuramin sem ég hef tekið í mörg ár, við vökva söfnun í höfði aðallega. Drukkið sítrónusafa og mikið af vatni. Líður fremur illa. Takk fyrir.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega setja þig í samband við heilsugæsluna með þetta vandamál sem virðist ekki alveg einfalt og illmögulegt að leysa mðe þessum hætti.

Þar sem þú ert nú þegar á lyfjum við þvagsöfnun þá þarf að gæta að því að þú sért á réttu lyfi og í réttum styrk og mæla blóðþrýstinginn og mögulega ráðfæra sig við þvagfærasérfræðing.

Gagni þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur