Laser eða skipta um augastein?

Spurning:
Hr. Jóhannes Kári Kristjánsson augnlæknir. Doktor.is

Heill og sæll. Ég heyrði útundan mér  viðtal við þig í morgunútvarpi ríkisútvarps  í morgun þar sem fjallað var um augnsteinaaðgerðir hjá fjarsýnu fólki,
Málið er að ég er kona fædd 1940 og hef verið með afar sterk gleraugu frá því ég var 4 ára eða plús9, mér finnast gleraugun vera farin að irritera mig meira og meira eftir því sem ég eldist. Ég hef reynt að tala við Þórð um að skipta um laseraðgerð, en hann sagði að ég væri of slæm fyrir þá aðgerð og ráðlagði mér að bíða þangað til hægt væri að skipta um augasteina, en ég væri ekki orðin nógu gömul til þess ennþá.
Hvernig standa málin í dag, er þetta eitthvað að breytast, hef ég einhverja möguleika nú frekar en áður? Mér þætti vænt um ef þú gætir svarað mér.

Svar:
Heil og sæl.
Heilar níu díoptríur í fjarsýni er býsna mikið. Ég er sammála því að laseraðgerð væri ekki hentug í þessu tilviki en við mælum með lasernum upp að +5.00 díoptríum. Við þyrftum að rannsaka málið frekar og mæli ég með vandlegri augnskoðun til að kanna þessi mál. Til dæmis gætu augasteinaskipti komið til greina (augasteinninn tekinn og gerviaugasteinn settur í staðinn) og á næstu mánuðum verðum við væntanlega farin að framkvæma aðgerð sem byggir á því að setja snertilinsu inn í augun, aftan við lithimnuna og framan við augasteininn. Sem sagt, nóg að gerast í framtíðinni líka!

Bestu kveðjur,

Jóhannes Kári.