Laxóberal

Eru neikvæðar afleiðingar af laxóberal notkun?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Notkun á laxoberal skv. ráðleggingum eru í lagi en sjálfsagt skal alltaf hafa varan á þegar tekin eru lyf og mikilvægt að fara eftir ráðleggingum hvað varðar tíma og skammtastærðir.

Of mikil og langvarandi notkun á laxoberal getur valdið röskun á vökva- og saltjafnvægi, þar með talið of lágu kalíum í blóði. Ef þörf er á hægðalyfjum daglega skal kanna ástæður hægðatregðunnar.

 

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.