Sæl. Ég lenti í motorhjolaslysi og málið er að leggur grær ekki sennilega dautt beinið, talað er um að taka 10 sm úr og steipa á milli enda vítið þið eitthvað um slíkar aðgerðir hver er sjensin á að þetta takist, og hvernig fer þetta framm, og hvað tekur þetta langan tíma með fyrirfram þökk.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Þessar spurningar verður þú að leggja fyrir bæklunarlækninn sem ætlar að aðstoða þig. Eins og ævinlega fer árangur og tímalengd bata eftir hverjum og einum. Eins er best að sá sem ætlar að gera aðgerðina útskýri fyrir þér hvernig hann framkvæmir hana.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur