Legnám

Góðan daginn. Ég er 32ja ára, hef aldrei átt börn en langar í legnám vegna mikilla túrverkja og óþæginda og mikilla skapsveiflna og fyrirtíðarspennu. Eru einhverjar meiri áhættur þegar maður hefur ekki átt barn eða skiptir það engu máli? Samþykkja læknar að gera þessa aðgerð á ungri konu ef það er engin alvarleg læknisfræðileg ástæða? Mig langar helst að spyrja hérna fyrst því ég er hikandi við að hitta lækni og vera kannski strax skotin niður þegar ég spyr að þessu.

Kv. Ein forvitin en pínu læknahrædd

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Legnám er aldei hættulaus aðgerð og þarf að fara vel yfir kosti og galla slíkrar aðgerðar. Þó að legið sé tekið að þá losnar þú ekki skapsveiflur eða fyrirtíðarspennu því það er hormónatengt og þyrfti þá að taka allt, þ.e. leg, legháls og eggjastokka. Þú átt ekki að vera hrædd við það að ræða þetta við lækni því það er mikilvægt að ræða svona hluti vel og þá getur læknirinn farið vel yfir þetta með þér. Get ekki svarað því hvort þeir séu hlyntir slíkum aðgerðum, það er undir hverjum og einum að svara því. Ræddu þetta við þinn kvensjúkdómalækni og kannski sér hann einhverjar aðrar leiðir líka sem gætu hjálpað þér í sambandi við verki og skapsveiflur. Læt fylgja með nokkrar áhugaverðar greinar um þetta málefni.

Gangi þér vel.

https://www.everydayhealth.com/news/things-your-doctor-wont-tell-you-about-hysterectomy/

https://doktor.is/fyrirspurn/er-legnam-hattuleg-aogero

https://womhealth.org.au/conditions-and-treatments/hysterectomy-fact-sheet

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.