Leikfimi eftir keisaraskurð

Spurning:

Hæ, hæ.

Ég er búin að fara í tvo keisaraskurði og finn ekkert um hvenær maður megi fara í leikfimi, gera magaæfingar og þess háttar eftir keisaraskurð. Getur þú hjálpað mér?

Svar:

Sæl.

Þú finnur það eiginlega best á sjálfri þér hvað þú getur, en alla jafna er mælt með að u.þ.b. 8 vikur líði frá fæðingu þar til kona fer að stunda leikfimi. Farðu hægt af stað og þjálfaðu ekki upp fyrir sársaukamörk. Mörgum finnst gott að byrja á að synda eða fara í sérstaka leikfimi fyrir konur eftir fæðingu. Ekki er mælt með að hefja þjálfun keppnisíþrótta, aerobik eða spinning fyrr en eftir 10 til 12 vikur.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir